Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Dauðadómur yfir prentara
Þú aldni þreytti gripur
þér við þökkum pent.
Léttur varstu og lipur
laglegt var þitt prent

Nú aldinn ertu að vinur
orðinn hryggarmynd
þú hóstar, hvæsir, stynur
hér- sem mæðuveikikind.

Nú líkn og lausn þér veitum
og leggjum hræið þitt,
sem forðum var í sveitum;
í svartan gleymskupytt.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2006-10-23 12:41:12