Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Á rúmstokknum
Á rúmstokknum Sæmundur situr
og segir við Elínu hljótt
"þú faldar svo fögur og vitur
nú fæ ég það hjá þér í nótt"

Og Elín hún svaraði af bragði
"ég elska þig Sæmundur minn".
Um leið og hún lófana lagði
um lókinn og smeygð'onum inn.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:
Þessar vísur eru ortar um Sæmund á Árskógi í Eyjafirði en hann var maður frekur til kvenna og barnaði einu sinni vinnukonu sína sem var frekar fákunnandi. Löngu síðar þegar konan var gömul orðin og komin á elliheimili þá var hún eitt sinn að strjúka á sér hrygginn og var augljóslega illt í bakinu."ertu slæm í bakinu góða mín" spurði hjúkrunarmaður sem þar vann. "já" svaraði konan "en það er nú svo sem ekki að furða eins og kistan var hörð og Sæmundur þungur" !

Skráð: 2006-08-31 18:00:40