Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Ágæti gestur.

Vertu velkominn í Vísnahornið. Hér hef ég sett upp litla vefsíðu sem inniheldur eitt af áhugamálum mínum, lausavísur, tvíræðar vísur og annar tækifæriskveðskapur. Slíkur kveðskapur hefur verið áhugamál hjá mér lengi og hef ég komið mér upp dágóðu safni sem ég á enn eftir að vinna úr og koma á vefinn. Ef það er eitthvað sem þú vilt lagfæra eða bæta við þá hikaðu ekki við að senda mér línu og ég reyni að kippa því í liðinn við fyrsta tækifæri.

Eins og sjá má á síðunni er hún stöðugt að breytast í útliti og virkni. Ég er með nokkar viðbætur í vinnslu sem koma fljótlega inn. Það sem er hvað lengst komið er leitin, þar sem hægt er að leita að vísu eða höfundi. Athugasemdaskráningu við vísur er komin í gang. Svo er ég að skoða með ítarlegri skráningu á höfundum.

Neðst á síðunnu er netfang sem hægt er að nota til að senda inn ábendingar eða leiðréttingar varðandi vísur.

Ég er ekki hættur að safna vísum svo allt efni sem þú lesandi góður hefur undir höndum og ekki kemur fram hér þygg ég með þökkum. Hægt er að skrá vísur í safnikð með því að smella á tengilinn hér til hliðar. Endilega látið þá fylgja með allar þær upplýsingar sem vitað er um kveðskapinn svo örugglega sé rétt farið með höfunda og tilefni kveðskapsins.

Ágúst J