Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Á réttri leið

Á ráðstefnunni " Á RÉTTRI LEIÐ" sem haldin var á Sauðárkróki 11. nóvember s.l. flugu
nokkrar góðar vísur enda landskunnir hagyrðingar meðal ráðstefnugesta. Fremstur í þeim
flokki fór Hjálmar Jónsson alþingismaður og fyrrverandi prófastur í Skagarfirði, Árni
Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri á
Hvammstanga létu sitt ekki eftir liggja enda bæði af norðlenskum ættum og þekkir
hagyrðingar. Einar Gylfi sem getir hefur sér gott orð fyrir kveðskap lét kjurt liggja (enda
ættaður úr Vestmannaeyjum) en gaf hinsvegar tóninn í mjög skemmtilegu og fræðandi
erindi um áfengisneyslu unglinga. Útskýringar Einars Gylfa á að áfengi sé í raun og veru
ekkert annað en "gerlaskítur" vöktu kátinu og hagyrðingagen viðstaddra (sjá nánari
útskýringar á "gerlaskítnum" hér neðanmáls).

Af þessu tilefni brást Árni Gunnarsson svona við:


Einar boðar breytta sýn,
Bakkus skelfa hlýtur.
Af því jafnvel eðalvín
er orðið gerlaskítur.


Þegar Ársæll Guðmundsson, aðstoðarskólameistari Framhaldskólanum á Sauðárkróki og
einn ræðumanna, gekk í pontu með glas í hendi og lét að því liggja að í því væri ósvikið
vodka, samdi Hjálmar Jónsson eftirfarandi vísu:


Framlag Ársæls undrast hlýt,
yfir mig næstum liðið
þegar með glas af gerlaskít
gekk hann yfir sviðið.


Þegar Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður í Skagafirði og einn ræðumanna útskýrði
nokkuð návæmlega útlitið á fíkniefnum þegar smyglarar hafa notað endaþarminn sem
geymslustað fyrir þennan ólöglega varninga, gat Hjördís Hjartardóttir ekki orða bundist
og beindi þessari spurningu til unglinganna sem voru fjölmennir á þessari ráðstefnu.


Þitt er að velja vinur minn.
Viltu gerast trassi
og ausa í kroppinn unga þinn
efnum beint úr rassi?


Þegar Snjólaug G. Stefánsdóttir verkefnastjóri Ísland án eiturlyfja og SAF fór með vísurnar
fyrir stjórn SAF- Samstarfnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir gat Gunnar
Sandholt yfirmaður fjölskyldudeildar félagsþjónustu Reykjavíkur og þekktur hagyrðingur
ekki orða bundist og lét eftirfarandi limru flakka:


Snjóka með vímuvörnum
vegviltum forðar börnum:
ekki gramm af skít,
engan gerlaskít,
eða gras úr endagörnum.

Höfundur: Ýmsir

Tilefni:

Skráð: 2006-04-05 21:30:01