Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Klukkan og tíminn
Arinbjörn í bæinn ók
í björtu veðri og hlýju
á klukkuna hann tímann tók
og tók hann svo að nýju.

Ástand klukku út han tók
að ofan bæði og neðan
fékk sér rettu og kalda kók
og klukkan gekk á meðan.

Skyldi ekki ástandið
enn var dágóð skíma
en hann sá á engri hlið
alveg sama tíma.

Virtist hafa vægan skrekk
varla með sér hálfum
og í kringum klukku gekk
á klukkutíma hálfum.

Honum ráðin góðu gef
gakktu miklu hraðar
taktu ekki of morg skref
og aldrei nema staðar.

Hjálmar aldrei henti það
að hafa mun á tíma
enda hreyfðist hann úr stað
hratt sem boð í síma.

Hann furðulegar listir kann
með lipurt fótatakið
þennan hring svo hratt hann rann
að hann sá á sér bakið.

Höfundur: Steinn G. Hermannsson

Tilefni:

Skráð: 2006-09-05 20:22:20