Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Það tók bara þrjár vikur
Sónninn kominn - síminn orðinn virkur
- sæll og glaður blaðra ég í hann -
Guðný - þú varst okkur stoð og styrkur
- Stuðning góðan meta vel ég kann -

En - sambandsleysi SUMA virðist þjaka
simamenn sem vinna ykkur hjá.
Í þrjár vikur þeir voru úti að aka
og væflast hérna um á skjön og ská.

Vinnubrögðin - vesen fals og lygar
vísað fyrst á Pétur - svo á Pál
einhverntíma ykkar stofnun sligar
ef - þeir ekki læra betra mál.

Virtist mér þeir ALLIR utan gátta
utan SÁ sem tengdi númerið
sixty four + 10 núll átta
á tíu mínútum - og glotti við.

Á HÖFUÐSKELJUM hárið villt og úfið
- heldur minti á gatnakerfið hér -
en - UNDIR ÞEIM var öflugt heilabúið
og allt í röð og reglu - sýndist mér.

ÞÉR og HONUM þakir vill senda
Þjónustan var alveg fyrsta flokks.
En - ýmsum hlutum ættuð þið að henda
sem eru þarna geymdir innanstokks...!

Höfundur: Lýður Ægisson

Tilefni:

Skráð: 2006-08-25 21:50:14