Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

'A stóra sandi
Lítil fótspor
í lausan sand;
Þitt æviskeið
og erfðaland.

Einn þú gengur
ögurstund;
sporar og hverfur
í sama mund.

Spyrjum einskis
spurn fær svar;
Orpið í sandi
er allt, sem var.

Höfundur: Bolli Sigurhansson

Tilefni:

Skráð: 2011-07-30 13:51:05