Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Næturljóð
Vonir lítlar virðist eiga
vesæll ræfill eins og ég.
Görótt vín úr glasi teyga
gæfan er mér býsna treg.

Engin kona elskað getur
aumingja á borð við mig.
Í hjarta mínu harður vetur
hefur búið vel um sig.

Napur kuldinn nætur allar
nístir dapran huga minn.
Undan fæti heldur hallar
Helvíti ég bráðum finn.

Eitt er klárt að varla verður
vistin ömurlegri þar.
Ég er vart af guði gerður
gamalt illgjarnt rotið skar.

Mál er nú að minnka bullið
magnað hvað ég logið get.
Heldur skal nú herða sullið
heims í vöku slæ ég met.

Meðan glasi Vímus veldur
verður sukkað dag og nótt.
Meðan logar lífsins eldur
lyftiduftið verður sótt.

Meðan sína stöðu stendur
stinnur besti vinur minn.
Fráleitt að mér fallist hendur
fer ég nú í rúmið inn.

Höfundur: Vímus

Tilefni:

Skráð: 2007-12-29 09:40:29