Nú er fjör á fróni
Nú er fjör á Fróni,
fagnar íslensk þjóð,
kreistir kát sitt blóð
í Kára genasjóð.
Allt frá erkiflóni
upp í Hemma Gunn
myndar gagnagrunn,
genabrunn.
Innsta eðli vort
allt fær sett á kort,
greind og gáfnaskort,
lla af verstu sort.
Menn vona að Kári klóni
knáa Íslands hjörð
er ríki hress og hörð
hér á jörð.
Sumir kunna að segja:
Slíkt er bara plat,
De-code djöfuls frat,
Á dulkóðun er gat!"
Þingmenn ekki þegja
þegar færi næst,
um lögin loksins glæst
lending næst.
Læknar leggjast þvert:
"Læknafrelsið skert
Við ekkert getum gert
sem greinaskrifa er vert
loks þá lausn að eygja
á lífsgátunni er sjans
í genamengi manns:
Mörlandans!"
Kankvís Kári heyrir
kvartanir og vein,
gefur grið ei nein
líkur Jóni Wayne.
Engum manni eirir,
alla í Grunninn slær,
kátur kikk þá fær,
í kampinn hlær.
Ýmsir undrast hve
allt þetta má ske:
að arfleifð okkar sé
upplagt sölufé.
Í Kára hátt þá heyrir
halur bæði og fljóð:
"Ágæt íslensk þjóð
ég á þitt blóð!"
fagnar íslensk þjóð,
kreistir kát sitt blóð
í Kára genasjóð.
Allt frá erkiflóni
upp í Hemma Gunn
myndar gagnagrunn,
genabrunn.
Innsta eðli vort
allt fær sett á kort,
greind og gáfnaskort,
lla af verstu sort.
Menn vona að Kári klóni
knáa Íslands hjörð
er ríki hress og hörð
hér á jörð.
Sumir kunna að segja:
Slíkt er bara plat,
De-code djöfuls frat,
Á dulkóðun er gat!"
Þingmenn ekki þegja
þegar færi næst,
um lögin loksins glæst
lending næst.
Læknar leggjast þvert:
"Læknafrelsið skert
Við ekkert getum gert
sem greinaskrifa er vert
loks þá lausn að eygja
á lífsgátunni er sjans
í genamengi manns:
Mörlandans!"
Kankvís Kári heyrir
kvartanir og vein,
gefur grið ei nein
líkur Jóni Wayne.
Engum manni eirir,
alla í Grunninn slær,
kátur kikk þá fær,
í kampinn hlær.
Ýmsir undrast hve
allt þetta má ske:
að arfleifð okkar sé
upplagt sölufé.
Í Kára hátt þá heyrir
halur bæði og fljóð:
"Ágæt íslensk þjóð
ég á þitt blóð!"
Tilefni:
Lag: Nú er frost á Fróni
Skráð: 2006-04-05 21:30:01