Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Lífið
Lífið erfitt reynst mér hefur
hjartað marist i ólgu sjó.
Sárt það var en mikið gefur
lífsins þráð það næstum hjó.

Biturð lengi var mitt brauð
erfitt var að gleyma
glymur mikið hjartans nauð
til drottins var að teyma.

Tíminn leið og hjartað brann
brátt mun þessu ljúka
vonin óx og sálin fann
frið sem læknar sjúka.

Bæld er sálin brotið traust
tárin vætla, kinnar væta
viðkvæmt barnið burtu braust
svo barsmíðum þyrft ei að sæta.

Þungum sökum borinn var
vildi sekan drenginn
laminn beygður niður þar
hans sökin var þó engin.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2007-03-28 09:58:28