Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Erlendsvísur
Haldið góða heitt og mjúkt
hálfa næring gefur.
Því hefur orðið þér svo drjúgt
það sem fénast hefur.

Kennt mun hafa þörfin þér
þínum tota að ota -
og efnin leyfa meira mér
miðstöðvar að nota.

Enn ég þreyi einn á strönd,
oft mig beygja rokin.
Þú í Eyjum heitri hönd
hýrra meyja strokinn.

Kofann hríðar hrista minn,
hugarstríð það boðar.
Heiminn blíðan þegar þinn
þú án kvíða skoðar.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2006-11-27 19:48:06