Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Ríkur og fátækur
Ríkur búri ef einhver er,
illa máske þveginn,
höfðingjar við síðu sér
setja hann hægra megin.

Fátækur með föla kinn
fær það eftirlæti,
á hlið við einhvern hlandkoppinn
honum er ætlað sæti.

Höfundur: Bólu-Hjálmar

Tilefni:

Skráð: 2006-11-18 22:07:39