Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Til dóttur minnar Evu (Sköpunarsaga)
Aleinn í myrkrinu ákvað hann guð
að ýmislegt þyrfti að laga.
Herrann var kominn í húrrandi stuð
hefst nú vor sköpunarsaga.

Sá gamli í myrkrinu vakandi vann
Í viku án nokkura lyfja.
Að lokinni smíðinni lagði sig hann
loksins fór karlinn að syfja..

Í bjartsýniskastinu bjó guð til mann
og bústað hann vild´onum gefa.
En aleinn að lifa það karlinn ei kann
Svo konu hann fékk sem hét Eva.

Og heimilið Eden var hreint ekkert slor
Þar himneskar jurtirnar spruttu.
Það var ekki liðið svo langt fram á vor
í ljúffenga grasið þau duttu.

Af tré einu fögru þó forboðið var
að fá sér einn örlítinn bita.
En snákur einn fláráður faldi sig þar
Um framhaldið allir jú vita.

En Eva var kona og auðtæld því var
Í ávöxtinn varð hún að narta.
Leystist nú syndin úr læðingi þar
og læstist í konunnar hjarta.

Húsnæðið misstu er henti þeim út
Herrann í brjálæðiskasti.
Allt var nú komið í andskotans hnút
og eymdin við parinu blasti

Í hundana maðurinn fullkomni fór
í forinni ennþá hann dvelur.
En Eva af dugnaði drýgir sitt hór
og drengina marga hún kvelur.

Ég elska þig samt þennan gallaða grip
gallana til mín þú sóttir.
Það leynir sér ekki er lít ég þinn svip
ljúfasta Eva mín dóttir.

Höfundur: Vímus

Tilefni:

Skráð: 2008-07-14 18:29:18