Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Heimskur kauði hyggjuflár
Heimskur kauði hyggjuflár
hrotti nauðagrófur,
dyggðasnauður djöfuls ár
dæmdur sauðaþjófur.

Fer um hauður fleiprandi
fól með dauða æru,
álitssnauður andskoti
úlfur í sauðagæru.

Þegar dauði að dyrum ber
hjá dyggðasnauðum þjarki,
dreginn kauði í eldinn er
eftir sauðamarki.

Höfundur: Þorvaldur Þórarinsson á Hjaltabakka

Tilefni:

Skráð: 2009-11-30 17:09:09