Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Finnskur kveðskapur
Ýmislegt hér á sér stað
ofar skilning mínum:
nú er Finnur orðinn að
undirmanni sínum.

Hverjum manni er mörkuð braut
misjafnt hlutverk fengum.
Trúlega er torleyst þraut
að taka við af engum.

Næstum kól í köldum stól
karl með ról í þanka.
Eftir jól, við Arnarhól
átti skjól í banka.

Þjóðin stendur þrútin, klökk
þurrum fót í slakka.
Þar sem ferill Finna sökk
í for við Eyjabakka.

Það passar bæði pent og flott
að pólitískur flagari
gefist upp og göslist brott
og gerist blýantsnagari.

Nú er reimt í Reykjavík,
rutl á landsstjórninni:
Lómatjarnarljósabrík
lent er oná Finni.

Telja má það mikið lán
og margfalt skal það þakka
að fljúga skuli finngálkn án
fjaðra af Eyjabakka.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2006-04-05 21:30:01