Erlendsvísur
Haldið góða heitt og mjúkt
hálfa næring gefur.
Því hefur orðið þér svo drjúgt
það sem fénast hefur.
Kennt mun hafa þörfin þér
þínum tota að ota -
og efnin leyfa meira mér
miðstöðvar að nota.
Enn ég þreyi einn á strönd,
oft mig beygja rokin.
Þú í Eyjum heitri hönd
hýrra meyja strokinn.
Kofann hríðar hrista minn,
hugarstríð það boðar.
Heiminn blíðan þegar þinn
þú án kvíða skoðar.
hálfa næring gefur.
Því hefur orðið þér svo drjúgt
það sem fénast hefur.
Kennt mun hafa þörfin þér
þínum tota að ota -
og efnin leyfa meira mér
miðstöðvar að nota.
Enn ég þreyi einn á strönd,
oft mig beygja rokin.
Þú í Eyjum heitri hönd
hýrra meyja strokinn.
Kofann hríðar hrista minn,
hugarstríð það boðar.
Heiminn blíðan þegar þinn
þú án kvíða skoðar.
Tilefni:
Skráð: 2008-04-10 19:36:38