Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Passíusálmar Alþingismanna
1
Upp, upp, mín laun og allt hitt með,
upp mitt bjarta og góða geð.
Halldór og aðrir hjálpi til.
Herrans aura ég minnast vil.

2
Sankti Davíð skipar skyldu þá,
skulum vér allir Alþingi á
kunngjöra þá umbun og dörtí díl,
sem djöfull bauð aumum Davíðsskríl.

3
Ljúfan Mammon til lausnar mér
langaði víst að hjálpa hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4
Í auðlegð mér líka aurinn ber,
æ, hvað er mikil rækt í mér.
Mammon er gætinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5
Sál mín, skoðum þá sætu von,
sem hefur oss við guð, vorn mammon,
forhækkað aftur og forlaunað.
Fögnuður er að hugsa um það.

6
Hvað stillir betur hjartans böl
en heljar gnægð og auravöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en hrægamms gyllta auðarmynd?

7
Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð
sanna guðs ástar hjartageð,
sem faðir græðginnar fékk til mín
framar en hér í Alþingis vin?

8
Ó, mammon, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppreiknað, svikið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir ei njóti með.

Höfundur: Rodor

Tilefni:

Skráð: 2008-11-26 18:13:01