Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Náttúran
Vænst við getum breytinga, frá tíu ára aldri
andlegrar og líkamlegrar kannski þúsund faldri
vakna fer þá löngun, til að leita sér að vini
sem líklega hjá flestum þarf að vera af öðru kyni.

Fram að tvítugsaldrinum menn ruglast oft í rími
reikulir í spori, og enginn fastur tími
daga jafnt sem nætur með ósköp léttri lundu
til leiks menn eru tilbúnir á ný eftir hálfa stundu.

Frá tvítugu til þrítugs,er kraftur manna mestur
og máttug er þá köllun og náttúrunnar lestur
og einu sinni að morgni og einu sinni að kveldi
er ekki nóg til svölunar á náttúrunnar eldi

Frá þrítugu til fertugs er ennþá allt í lagi
og örugglega klárari þú ert í þínu fagi
þó færri verði skiptin þú flanar ekki að neinu
og fyllilega helmingi þú lengur ert í einu

Frá fertugu til fimmtugs þá lægir kynlífs kviku
það er bara í mesta lagi einu sinni í viku
en kannski þó ef ekkert er annað við að vera
má þá kannski svolítið meira reyna að gera.

Frá fimmtugu til sextugs er allt með öðrum hætti
þá ofursjaldan tilraun er gerð af veikum mætti
þér finnst þú vera af náttúrunnar eldi endurborinn
ef þér tekst að gera þetta á haustin eða vorin

Þegar svo er komið yfir sextugs aldur
þá upphafinn er gjörsamlega náttúrunnar galdur
þá einungis þú getur með fjölda trega tára
tölt af stað í minningasjóð getumeiri ára

Frá sjötugu til hundraðs er allt með öðrum hætti
þá standa menn í biðröðum og bíða eftir......
því það er seinni náttúran sem setur oss í vanda
því nú er öllum auðvitað löngu hætt að ......

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2009-04-02 17:00:01