Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Grafskrift
Hjartað löngum hert við tál
haturs villti blinda.
Lítilmennis mórauð sál,
mökuð klístri synda.

Vann til þrifa verk ei neitt,
víða gjarn að raga.
Fagurt mælti aldrei eitt
orð um sína daga.

Illverkin á ævibraut
urðu á metum þyngri.
Lyga-eiturörvum skaut
oft af hverjum fingri.

Trúlaus aldrei kom í kór,
klæki með sér bar´ann.
Fram í dauðann drýgði hór,
drullusokkur var´ann.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2006-04-05 21:30:01