Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Glasgow
Daunillur þefur og drullugir veggir
dimmt í lofti af regni og skít.
Paufast hér guggnir en góðlyndir seggir
sem grálitir maðkar í voldugri hít.

Fallegar konur með fótleggi bera
flögra um strætin með augun svo sljó,
ævitíð þeirra mun áþekkust vera
ufsatorfu í gruggugum sjó.

Turnar hávir í himininn mæna
sem hugur þess sem úr skítnum rís,
en óhreinar göturnar gleðinni ræna.
Í gímaldi þessu er fólk einsog mýs.

Höfundur: Jón frá Pálmholti

Tilefni:

Skráð: 2006-05-29 14:23:26