Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Draumfarir.
Ég sofnaði þreyttur seint um nótt,
sál mín þráði ró og næði,
draumaheima fann ég fljótt,
frá því greini í þessu kvæði.
Að mér læddist ofurhljótt,
álfamær af huldu svæði,
breddan var með brókarsótt,
burtu í skyndi reif sín klæði,
tryllti ég hana títt og ótt,
talsvert vorum ánægð bæði,
eftir þetta allt varð rótt,
upp og niður gekk af mæði,
augað lafði út úr tóft,
og allt mitt líf á veikum þræði.

Höfundur: Kristján Runólfsson Hveragerði.

Tilefni:

Skráð: 2006-11-17 20:23:45