Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Stoltar eru meyjarnar
Stoltar eru meyjarnar
í Myrkárdalnum enn.
Þær vilja ekki sjá
nema vellauðuga menn.

Þær bera smyrsl í hárið
og horfa í spegilinn,
stoppa brjóst og mjaðmir
og mála vanga sinn.

Þær vilja láta alla
lúta að fótum sér,
en rekkja hjá þeim einum,
sem ríkastur er.

En rekkja hjá þeim einum,
sem rauðagull á nóg
og getur látið þræla
ganga fyrir plóg,

sem getur látið ambáttir
gera allt, sem þarf.
Að greiða sér og mála sig
er meyjanna starf.

Svo ganga þær í silki,
á silfurspenntum skóm
og dansa eftir girndanna
ginnandi hljóm.

Sú sem mest af gimsteinum
og gulli á sér ber,
þykist vera fegurst,
- en því fer ver.

Skilji hún við sig perlurnar
og skrautbúninginn sinn,
þá er hann allur skældur
og skininn, líkaminn.

Stoltar eru meyjarnar
í Myrkárdalnum enn,
- en flestir verða bændur þeirra
fátækir menn.

Höfundur: Óþekktur

Tilefni:

Skráð: 2006-04-05 21:30:01