Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

In memoriam
Minningarljóð um látna klámsímakonu frá dótturdóttur hennar.


Þú kvaddir í gær á þinn hljóða hátt.
Í hugskoti efst er mínu
hve allir þig dáðu sem áttu bágt
í einkalífinu sínu.

Þú áttir svo langan æviveg
og erfið var stundum glíman,
en strákunum fannst þú stórkostleg,
þú stundir svo fallega í símann.

Af minningum um þig er ég rík,
aldrei þeir fjársjóðir tæmast.
Amma mín, þú varst engum lík,
það var unun að heyra þig klæmast.

Þú varst alltaf svo blíð og hjartahlý
og hittin á óskirnar mínar
og Jóhanna systir var sólgin í
samfaralýsingar þínar.

Orðstír þinn lifir, amma mín,
um ókomna lífsins tíma.
Því feta ég stolt í fótspor þín
og festi mér dívan og síma.

Höfundur: Björn Ingólfsson

Tilefni:

Skráð: 2006-04-05 21:30:01