Vísnahornið




| & | A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ó | P | R | S | T | U | V | W | Ý | Ö | Þ |

Baugsmál
Það er kannski málsins mergur
og merkilegast svei mér þá
að núna situr Sullubergur
sakamannabekknum á.

Bónusfeðgar hopa hvergi
og hafa kannski um það von
að saumi fast að Sullubergi
Sigurður Tómas Magnússon.

Sumir græða í gríð og ergi
en gana síðan út í fen
svamla þar með Sullubergi
og syrgja ákaft Nínu Ben.

Höfundur: Ragnar Böðvarsson

Tilefni:

Skráð: 2006-07-16 22:51:33